Sigurður Ingi ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. september 2016 09:07 Ragnhildur Arnljótsdóttir, Lars Lökke Rasmussen, Juha Sipilä, Erna Solberg og Stefan Löfven. mynd/twitter Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12