Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 10:44 Svikalogn ríkir nú fyrir komandi Flokksþing þar sem bræður munu berjast. Mikil barátta fer hins vegar fram bak við tjöldin og á öllum póstum. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16