Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 10:44 Svikalogn ríkir nú fyrir komandi Flokksþing þar sem bræður munu berjast. Mikil barátta fer hins vegar fram bak við tjöldin og á öllum póstum. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16