Maður sem sakaður er um kynferðisbrot og alvarlega líkamsárás gegn konu í Vestmannaeyjum er laus úr haldi lögreglu. Honum var sleppt úr haldi eftir að Héraðsdómur Suðurlands neitaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna. Fyrri krafan um gæsluvarðhald byggði á rannsóknarhagsmunum og rann hún út klukkan fjögur í gær.
Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi, segir að rannsókn málsins miði áfram, en nú sé verið að bíða eftir ýmsum tæknirannsóknum. Verið sé að skoða lífsýni og annað og það taki tíma.
Konan fannst aðfaranótt sunnudagsins 18. september illa leikin, nakin og með líkamshita rétt yfir 35 gráðum á götum Heimaeyjar um fimm leytið fyrrnefndan laugardagsmorgun.
