Fimm fæðingardeildir í Malaví fjármagnaðar með íslensku fé Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 07:00 William Peno er orðinn yfirhéraðslæknir í stóru héraði í Malawi aðeins 29 ára. Hann er kominn til að læra af íslensku heilbrigðiskerfi. Vísir/Anton Brink Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Malaví Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Malaví Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira