Innlent

Árni Páll efstur í Kraganum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Páll Árnason alþingismaður.
Árni Páll Árnason alþingismaður.
Árni Páll Árnason fékk flest atkvæði eða 453 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi sem lauk í kvöld. Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir með 432 atkvæði. 899 manns kusu í kjördæminu.

Rétt rúmlega fimmtíu prósent kjósenda settu Árna Pál í fyrsta sæti flokksins en hann fékk 

Kynja- og aldursregla hefur áhrif á uppröðun á lista flokksins. Margrét Tryggvadóttir fékk flest atkvæði eða 514 í 1.-3. sæti en fellur útaf lista fjögurra efstu vegna fyrrnefndra reglna. Sema Erla Serdar fer hins vegar úr fjórða sætinu í það þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson vermir fjórða sætið.



Úrslitin fyrir kynja- og aldursreglu

1. sæti Árni Páll Árnason 453 atkvæði

1-2. sæti Margrét Gauja Magnúsdóttir 432 atkvæði

1-3. sæti Margrét Tryggvadóttir 514 atkvæði

1-4. sæti Sema Erla Serdar 580 atkvæði

Röðin eftir beitingu reglunnar

1. Árni Páll Árnason

2. Margrét Gauja Magnúsdóttir

3. Sema Erla Serdar

4. Guðmundur Ari Sigurjónsson

Að neðan má sjá fleiri fréttir frá prófkjörum í dag.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×