Ólína verður ekki á framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. september 2016 21:36 Ólína Þorvarðardóttir segir töluverða smölun hafa verið í flokkinn á lokametrum prófkjörsins. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður tilkynnti í kvöld á Fésbókar-síðu sinni að hún muni ekki taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti listans en það tók Guðjón Brjánsson. Einungis var kosið um fyrsta og annað sætið. Hún viðurkennir að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Ég var nú búin að átta mig á því síðustu daga að það var mikil smölun í flokkinn,“ segir Ólína. „Það var búið að vera smala nýbúum og fólki úr öðrum flokkum inn í Samfylkinguna. Ég áttaði mig á því að yrði var harður slagur.“ Ólína hefur töluverða reynslu á Alþingi. Var þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árunum 2009-2013 og settist svo aftur óvænt á þing síðasta haust eftir andlát Guðbjarts Hannessonar. „Ég lagði þingmannsferill minn undir en fólkið í flokknum, og þeir sem var smalað inn á lokametrunum, kaus svona. Ég deili ekkert við það fólk um þá niðurstöðu. Ég óska Guðjóni til hamingju með úrslitin og Ingu Björk líka með annað sætið. Hún er vel af því komin. Ég þakka bara fyrir mig.“ Ólína segist ekki hafa hugmynd um hvað taki við hjá henni að þingstörfum loknum. Hún segist heldur ekkert vita um hvort þetta marki útgöngu hennar úr íslenskum stjórnmálum. „Ég ætla að leyfa nýrri sól að rísa áður en ég fer að skoða hvað lífið færir mér. Það veit engin fyrr en á reynir.“Færslu Ólínu frá því í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður tilkynnti í kvöld á Fésbókar-síðu sinni að hún muni ekki taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti listans en það tók Guðjón Brjánsson. Einungis var kosið um fyrsta og annað sætið. Hún viðurkennir að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Ég var nú búin að átta mig á því síðustu daga að það var mikil smölun í flokkinn,“ segir Ólína. „Það var búið að vera smala nýbúum og fólki úr öðrum flokkum inn í Samfylkinguna. Ég áttaði mig á því að yrði var harður slagur.“ Ólína hefur töluverða reynslu á Alþingi. Var þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árunum 2009-2013 og settist svo aftur óvænt á þing síðasta haust eftir andlát Guðbjarts Hannessonar. „Ég lagði þingmannsferill minn undir en fólkið í flokknum, og þeir sem var smalað inn á lokametrunum, kaus svona. Ég deili ekkert við það fólk um þá niðurstöðu. Ég óska Guðjóni til hamingju með úrslitin og Ingu Björk líka með annað sætið. Hún er vel af því komin. Ég þakka bara fyrir mig.“ Ólína segist ekki hafa hugmynd um hvað taki við hjá henni að þingstörfum loknum. Hún segist heldur ekkert vita um hvort þetta marki útgöngu hennar úr íslenskum stjórnmálum. „Ég ætla að leyfa nýrri sól að rísa áður en ég fer að skoða hvað lífið færir mér. Það veit engin fyrr en á reynir.“Færslu Ólínu frá því í kvöld má sjá hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira