Sumartískan að hætti Victoriu Beckham Ritstjórn skrifar 12. september 2016 09:15 Glamour/Getty Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham. Glamour Tíska Mest lesið Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour
Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham.
Glamour Tíska Mest lesið Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour