Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 10:27 Ýmislegt bendir til þess að Sigurði Inga hafi snúist hugur, og að hann muni fara fram gegn Sigmundi Davíð, í formannsslag. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum