Innlent

Birgitta grætur samstarfskonur á þingi flestar

Jakob Bjarnar skrifar
Birgitta kveður samstarfskonur á þingi, en athygli vekur að sumum virðist hún ekki sjá hætis hót á eftir.
Birgitta kveður samstarfskonur á þingi, en athygli vekur að sumum virðist hún ekki sjá hætis hót á eftir.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata grætur fyrirsjáanlegt brotthvarf ýmissa þingkvenna af vettvangi Alþingis. Hún telur upp ýmsar samstarfskonur sínar á þingi, segir þær harðduglegar en athygli vekur hún nefnir í þeirri upptalningu þær Elínu Hirst og Ragnheiði Elínu Árnadóttur hvergi.

Báðar guldu þær afhroð í prófkjörum helgarinnar hjá Sjálfstæðisflokknum og ólíklegt að þær komi til með að starfa með Birgittu á komandi kjörtímabili. Hefur Ragnheiður Elín reyndar þegar tilkynnt það að hún sé hætt í stjórnmálum.

Elín Hirst fær enga kveðju frá Birgittu.Vísir/Daníel
En, svo virðist sem Birgitta gráti það krókódílstárum,, en þær sem hún mun sakna eru Unnur Brá Konráðsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

„Þessar konur stóðu með mörgum þeim gildum sem í raun og sann ættu að vera þverpólitísk. Þið eruð góðar fyrirmyndir.“

Þá nefnir Birgitta það í athugasemd að henni finnist glatað að „þingsystir“ hennar, Margrét Tryggvadóttir hafi verið færð niður á lista Samfylkingar vegna alls kyns kvóta.

Margrét sagði aldursreglur flokksins vanhugsaðar í viðtali á Vísi í gær.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðiskonur guldu afhroð

Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×