BMW rafmagnsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 13:42 BMW Motorrad hefur svipt hulunni af nýju mótorhjóli sem eingöngu er drifið áfram af rafmagni. Hjólið mun fást með sömu drifrás og endurbættur i3 rafmagnsbíll BMW. BMW Motorrad mun bjóða þetta mótorhjól í nokkrum útfærslum og sú öflugasta með 160 kílómetra drægni, 129 km hámarkshraða og 26 hestafla drifrás. Heiti þessa nýja mótorhjóls eða “scooter” er BMW C evolution og mun það leysa af hólmi rafmagnsmótorhjól með sama nafni sem kom fyrst á markað árið 2014. Nýja hjólið mun í sinni ódýrustu og aflminnstu gerð vera búið 15 hestafla drifrás sem dugar til 100 km aksturs og hefur 120 km hámarkshraða. Rafhlöður þess eru 11 kílówött en aflmesta gerðin er með 19 kílówatta rafhlöðum. Nýja hjólið er með TFT mælaborði, LED aðalljósum, stefnuljósum og nokkrum akstursstillingum. BMW hefur selt fyrri kynslóð C evolution hjólsins í nokkrum Evrópulöndum en ætlar sér að markaðssetja þessa nýju gerð líka í Bandaríkjunum, Japan, S-Kóreu og í Rússlandi. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
BMW Motorrad hefur svipt hulunni af nýju mótorhjóli sem eingöngu er drifið áfram af rafmagni. Hjólið mun fást með sömu drifrás og endurbættur i3 rafmagnsbíll BMW. BMW Motorrad mun bjóða þetta mótorhjól í nokkrum útfærslum og sú öflugasta með 160 kílómetra drægni, 129 km hámarkshraða og 26 hestafla drifrás. Heiti þessa nýja mótorhjóls eða “scooter” er BMW C evolution og mun það leysa af hólmi rafmagnsmótorhjól með sama nafni sem kom fyrst á markað árið 2014. Nýja hjólið mun í sinni ódýrustu og aflminnstu gerð vera búið 15 hestafla drifrás sem dugar til 100 km aksturs og hefur 120 km hámarkshraða. Rafhlöður þess eru 11 kílówött en aflmesta gerðin er með 19 kílówatta rafhlöðum. Nýja hjólið er með TFT mælaborði, LED aðalljósum, stefnuljósum og nokkrum akstursstillingum. BMW hefur selt fyrri kynslóð C evolution hjólsins í nokkrum Evrópulöndum en ætlar sér að markaðssetja þessa nýju gerð líka í Bandaríkjunum, Japan, S-Kóreu og í Rússlandi.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent