422 bílar brunnu á tónlistarhátíð Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 15:04 Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent