Innlent

Alþingi lýkur 29. september

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis, er einn þeirra þingmanna sem hverfa af vettvangi stjórnmála að loknu yfirstandandi þingi.
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis, er einn þeirra þingmanna sem hverfa af vettvangi stjórnmála að loknu yfirstandandi þingi. Vísir/Vilhelm
Forsætisnefnd Alþingis samþykkti starfsáætlun fyrir septembermánuð á fundi sínum í dag. Þar kemur meðal annars fram að yfirstandandi þing verði rofið þann 29. september eða eftir sautján daga. Níu þingfundir eru eftir af þingi að meðtöldum fundinum sem stendur yfir þessa stundina.

Eldhúsdagsumræður munu fara fram fram mánudaginn 26. september en starfsáætlun þingsins í september má sjá hér að neðan.

Kosningar til Alþingis eru fyrirhugaðar þann 29. október þannig að flokkarnir hafa fjórar vikur og tveimur dögum betur í kosningabaráttuna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×