Þrír dagar í veiðilok í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2016 11:00 Veiði líkur í Elliðavatni 15. september. Elliðavatn hefur verið ansi dyntótt á köflum í sumar en það kemur kunnugum við vatnið svo sem ekki á óvart. Veiðilok í vatninu eru 15. september en það er síðasti dagurinn sem veiði er leyfð í vatninu. Það er kannski ekki mikil veiðivon en nokkur þó og þá sérstaklega á stórum urriða og laxi. Það hefur nokkuð borið á laxi í vatninu í haust og einhverjir veiðimenn hafa þegar náð sér í nokkra laxa. Laxinn liggur nokkuð víða en hann sést vel við brúnna við Helluvatn en þar getur þó verið erfitt að fá hann til að tala. Það er kannski ekki allra að finna laxinn en það eru nokkrir staðir þar sem hann virðist liggja og taka ágætlega. Dýpið við Elliðavatnsbæinn hefur verið góður staður síðsumars og sérstaklega á þeim enda nær Helluvatni en laxinn liggur í álnum alveg niður fyrir bæinn. Þar sem Myllulækur rennur í vatnið liggur alltaf lax á þessum tíma og sama með svæðið við Bugðu. Í Helluvatni safnast oft nokkuð af laxi í Kerið og svo má ekki gleyma djúpa álnum fyrir ofan stíflu en þar veiddust til að mynda þrír laxar í gær hjá veiðimanni sem dró maðk inn með floti. Það er um að gera að nota þessa síðustu daga því það styttist í lok veiðitímans og við tekur bið eftir vorinu. Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði
Elliðavatn hefur verið ansi dyntótt á köflum í sumar en það kemur kunnugum við vatnið svo sem ekki á óvart. Veiðilok í vatninu eru 15. september en það er síðasti dagurinn sem veiði er leyfð í vatninu. Það er kannski ekki mikil veiðivon en nokkur þó og þá sérstaklega á stórum urriða og laxi. Það hefur nokkuð borið á laxi í vatninu í haust og einhverjir veiðimenn hafa þegar náð sér í nokkra laxa. Laxinn liggur nokkuð víða en hann sést vel við brúnna við Helluvatn en þar getur þó verið erfitt að fá hann til að tala. Það er kannski ekki allra að finna laxinn en það eru nokkrir staðir þar sem hann virðist liggja og taka ágætlega. Dýpið við Elliðavatnsbæinn hefur verið góður staður síðsumars og sérstaklega á þeim enda nær Helluvatni en laxinn liggur í álnum alveg niður fyrir bæinn. Þar sem Myllulækur rennur í vatnið liggur alltaf lax á þessum tíma og sama með svæðið við Bugðu. Í Helluvatni safnast oft nokkuð af laxi í Kerið og svo má ekki gleyma djúpa álnum fyrir ofan stíflu en þar veiddust til að mynda þrír laxar í gær hjá veiðimanni sem dró maðk inn með floti. Það er um að gera að nota þessa síðustu daga því það styttist í lok veiðitímans og við tekur bið eftir vorinu.
Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði