Endurfæddur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 11:24 Fisker Revero. Þegar hollenski bílaframleiðandinn Fisker Automotive kynnti Fisker Karma bíl sinn árið 2008 vakti hann strax gríðarmikla athygli fyrir fegurð. Fisker var tengiltvinnbíll með ríflega 400 hestafla drifrás. Bílar Fisker voru þó mjög dýrir og aðeins voru framleiddir 2.450 bílar fram til ársins 2012 er fyrirtækið varða að sækja um greiðslustöðvun. Í kjölfar þess keyptu kínverskir fjárfestar Fisker í því augnamiði að halda framleiðslunni áfram og ekki breyta bílnum í útliti. Nú er kominn á markað svo til óbreyttur bíll, Fisker Revero. Hann kostar 130.000 dollara en Fisker Karma hafði áður kostað 103.000 dollara. Fisker Karma bílarnir þóttu bila full mikið en vonandi hefur tekist að komast hjá þeim vandamálum með nýrri gerð hans. Hinn nýi Fisker Revero er eins og forverinn tengiltvinnbíll, nokkuð öflugri vegna öflugri rafmótora og rafhlaða. Áfram er þó í bílnum 260 hestafla brunavél frá General Motors, líkt og í forveranum. Fisker Revero er víst 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann er nú kominn á markað, en tilvonandi kaupendur hans verða að vera loðnir um lófana vegna hás verð bílsins. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent
Þegar hollenski bílaframleiðandinn Fisker Automotive kynnti Fisker Karma bíl sinn árið 2008 vakti hann strax gríðarmikla athygli fyrir fegurð. Fisker var tengiltvinnbíll með ríflega 400 hestafla drifrás. Bílar Fisker voru þó mjög dýrir og aðeins voru framleiddir 2.450 bílar fram til ársins 2012 er fyrirtækið varða að sækja um greiðslustöðvun. Í kjölfar þess keyptu kínverskir fjárfestar Fisker í því augnamiði að halda framleiðslunni áfram og ekki breyta bílnum í útliti. Nú er kominn á markað svo til óbreyttur bíll, Fisker Revero. Hann kostar 130.000 dollara en Fisker Karma hafði áður kostað 103.000 dollara. Fisker Karma bílarnir þóttu bila full mikið en vonandi hefur tekist að komast hjá þeim vandamálum með nýrri gerð hans. Hinn nýi Fisker Revero er eins og forverinn tengiltvinnbíll, nokkuð öflugri vegna öflugri rafmótora og rafhlaða. Áfram er þó í bílnum 260 hestafla brunavél frá General Motors, líkt og í forveranum. Fisker Revero er víst 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann er nú kominn á markað, en tilvonandi kaupendur hans verða að vera loðnir um lófana vegna hás verð bílsins.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent