Regnbogi í ám um alla Vestfirði Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 11:35 Regnbogasilungur veiðist nú víða á Vestfjörðum og það vilja Landssamtök veiðfélaga hafa til marks um þá umhverfsvá sem stendur fyrir dyrum, hvað varðar fyrirhugaða stóraukningu í laxeldi. MYND/FISKELDI AUSTFJARÐA Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira