Birgitta snöggreiddist Ásmundi þegar hann ræddi prófkjör Pírata: „Hættu að ljúga!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:56 Ásmundur Friðriksson og Birgitta Jónsdóttir tókust á í þingsal í dag. vísir Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði þúsundir hafa tekið þátt í prófkjörum flokksins og það væri sérstaða hans á meðal pólitískra afla hér á landi hvernig valið væri á lista. „Mikill fjöldi kemur þarna að og tekur þátt í að marka listana og taka þátt í starfi flokksins,“ sagði Ásmundur en þá heyrðist í Birgittu Jónsdóttur þingmanni Pírata: „Eru þetta ekki störf þingsins?“Til snarpra orðaskipta kom á milli Ásmundar og Birgittu í kjölfarið þar sem þingforseti þurfti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum. „Þetta er öðruvísi en hjá háttvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur og þar eru auðvitað ekki margir kallaðir til þegar á að velja á lista,“ sagði Ásmundur og heyrðist Birgitta spyrja hvað væri í gangi. Forseti sló þá í bjöllu sína og Ásmundur hélt áfram: „Svo situr bara einn í restina og velur lifenda eða dauða á listana svo ég held að þú ættir ekki að vera að hafa hátt hvernig valið er á lista þegar þú ein situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við.“ Var Birgitta vægast ósátt við orð Ásmundar og hrópaði á hann „Hættu að ljúga! Hættu að ljúga!“ Forseti sló þá hátt í bjöllu sína og bað ítrekað um hljóð í þingsalnum. „Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“Hér má heyra upptöku af ræðu Ásmundar. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44 Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði þúsundir hafa tekið þátt í prófkjörum flokksins og það væri sérstaða hans á meðal pólitískra afla hér á landi hvernig valið væri á lista. „Mikill fjöldi kemur þarna að og tekur þátt í að marka listana og taka þátt í starfi flokksins,“ sagði Ásmundur en þá heyrðist í Birgittu Jónsdóttur þingmanni Pírata: „Eru þetta ekki störf þingsins?“Til snarpra orðaskipta kom á milli Ásmundar og Birgittu í kjölfarið þar sem þingforseti þurfti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum. „Þetta er öðruvísi en hjá háttvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur og þar eru auðvitað ekki margir kallaðir til þegar á að velja á lista,“ sagði Ásmundur og heyrðist Birgitta spyrja hvað væri í gangi. Forseti sló þá í bjöllu sína og Ásmundur hélt áfram: „Svo situr bara einn í restina og velur lifenda eða dauða á listana svo ég held að þú ættir ekki að vera að hafa hátt hvernig valið er á lista þegar þú ein situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við.“ Var Birgitta vægast ósátt við orð Ásmundar og hrópaði á hann „Hættu að ljúga! Hættu að ljúga!“ Forseti sló þá hátt í bjöllu sína og bað ítrekað um hljóð í þingsalnum. „Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“Hér má heyra upptöku af ræðu Ásmundar.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44 Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05
Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44
Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55