Dakota Johnson og Jamie Dornan snúa aftur í hlutverkum Anastasia Steele og Christian Grey og hafa í nógu að snúast ef marka má stilkuna. Búningaball, þyrluferðir og nóg af dramatík. Punkturinn yfir i-ið er svo þegar það sést glitta í sjálfa Kim Basinger í lokinn en hún fer með hlutverk fyrrum ástkonu Grey í þessari framhaldsmynd.
Aðdáendur myndinna, já og bókanna, hljóta að bíða spenntir - það er spurning hvort þessi mynd fái betri dóma en sú fyrri?