Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2016 10:04 Samkvæmt pistli, sem innanbúðarmaður í Framsókn ritar, brugga menn þar hver öðrum banaráð. Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30