Mitsubishi með nýjan tengiltvinnjeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 10:25 Mitsubishi Grand Tourer verður í París. Bílaframleiðendur eru þessa dagana að birta fyrstu myndir af þeim nýju bílgerðum sínum sem kynntir verða á bílasýningunni í París, en hún hefst um næstu mánaðarmót. Mitsubishi er engin undantekning frá því og birti þessa mynd í gær af nýjum jepplingi sem bæði gengur fyrir rafmagni og brunavél. Hann á að geta farið fyrstu 120 kílómetrana eingöngu á rafmagni og heildardrægni hans segja þeir Mitsubishi-menn að sé heilir 1.200 kílómetrar. Bílinn kalla þeir Grand Tourer, sem rímar ágætlega við mikla drægni hans. Mitsubishi Grand Tourer er með vængjahurðum, en ekki skal slá því föstu að framleiðslugerðin, ef að henni verður, verði þannig búin. Bíllinn er án hliðarspegla og eiga myndavélar að leysa þá af. Til að setja bíl með þessari tækni á markað í Evrópu þarf þó fyrst að leyfa bíla án hliðarspegla, en það hefur ekki enn verið gert í neinu Evrópulandi. Að innan er Grand Tourer þakinn Burgundy leðri og með stóran aðgerðaskjá fyrir miðju. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Bílaframleiðendur eru þessa dagana að birta fyrstu myndir af þeim nýju bílgerðum sínum sem kynntir verða á bílasýningunni í París, en hún hefst um næstu mánaðarmót. Mitsubishi er engin undantekning frá því og birti þessa mynd í gær af nýjum jepplingi sem bæði gengur fyrir rafmagni og brunavél. Hann á að geta farið fyrstu 120 kílómetrana eingöngu á rafmagni og heildardrægni hans segja þeir Mitsubishi-menn að sé heilir 1.200 kílómetrar. Bílinn kalla þeir Grand Tourer, sem rímar ágætlega við mikla drægni hans. Mitsubishi Grand Tourer er með vængjahurðum, en ekki skal slá því föstu að framleiðslugerðin, ef að henni verður, verði þannig búin. Bíllinn er án hliðarspegla og eiga myndavélar að leysa þá af. Til að setja bíl með þessari tækni á markað í Evrópu þarf þó fyrst að leyfa bíla án hliðarspegla, en það hefur ekki enn verið gert í neinu Evrópulandi. Að innan er Grand Tourer þakinn Burgundy leðri og með stóran aðgerðaskjá fyrir miðju.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent