Hanna Katrín leiðir Viðreisn í Reykjavík suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:03 Hanna Katrín Friðriksson. Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23
Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12