Formanni Framsóknar ekki tekist að ávinna sér glatað traust Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2016 13:07 Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira