Innlent

Sækist eftir stjórnarformennsku Bjartrar framtíðar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björt Ólafsdóttir þingmaður leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Björt Ólafsdóttir þingmaður leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. vísir/stefán
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gefur kost á sér í embætti stjórnarformanns flokksins. Í tilkynningu frá Björt segir hún að konur séu ekki að koma vel út úr prófkjörum og stjórnmálaþátttöku hjá hinum ýmsu flokkum.

„Ég vil halda áfram á þingi. Ég vil tala fyrir flokkinn minn útávið, til þess hef ég öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu sem þingmaður í þrjú ár. Ég býð mig fram til stjórnarformanns í Bjartri framtíð og vil standa við hlið Óttars Proppé sem annar formaður flokksins,” segir í tilkynningunni.

Eva Erlendsdóttir, varaborgarfulltrúi flokksins, hefur einnig tilkynnt framboð sitt til stjórnarformennsku. Hún tilkynnti það á Facebook síðu sinni fyrr í dag.

Ársfundur Bjartrar framtíðar er næstkomandi laugardag og er þá kosið um forystu í flokknum. Sitjandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Brynhildur S. Björnsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×