Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Randers gerðu 1-1 jafntefli við Esbjerg í fyrsta leik 9. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Randers hefur nú leikið sjö leiki í röð án þess að tapa. Liðið er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, jafn mörg og Bröndby og FC Köbenhavn en lakari markatölu.
Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað í marki Randers. Hann þurfti að hirða boltann úr netinu á 32. mínútu þegar Andreas Nordvik kom Esbjerg yfir.
Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 78. mínútu þegar Viktor Lundberg jafnaði metin og tryggði gestunum stig.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Esbjerg sem er í 12. sæti deildarinnar með sex stig.
Randers ósigrað í síðustu sjö leikjum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti