Innlent

Björt og Eva bítast um stjórnarformennsku Bjartrar framtíðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ársfundur Bjartrar framtíðar stendur nú yfir.
Ársfundur Bjartrar framtíðar stendur nú yfir. Vísir/Sindri Reyr
Ársfundur Bjartrar framtíðar var settur nú fyrir stundu en hann fer fram í Hlöðunni í Gufunesbæ. Kosið verður um embætti formanns og stjórnarformanns en Óttar Proppé, núverandi formaður, er einn í formannsframboði.

Tveir frambjóðendur hafa boðið sig fram í embætti stjórnarformanns, Björt Ólafsdóttir alþingismaður og Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi.

Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan en á vef Bjartrar framtíðar segir að „nokkrar áhugaverðar ályktanir verða bornar upp á fundinum undir liðnum „önnur mál.““


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×