Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 12:30 Frá kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn Kosningar 2016 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn
Kosningar 2016 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira