Sagði sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðu kjördæmaþings í gær. Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 18:45 Formaður Framsóknarflokksins ræðir við fundarmenn á kjördæmaþinginu í gær. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri sagði sig úr Framsóknarflokknum eftir að niðurstaðan um oddvita sæti flokksins í Norðausturkjördæmi varð ljós en þar hlaut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirburða kosningu. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslistanum gefur ekki upp hvort hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu á komandi flokksþingi. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið um næstu mánaðamót þar sem Sigmundur Davíð býður sig fram til áframhaldandi formennsku en hann styrkti stöðu sína í afgerandi kosningu í oddvitasætið í Norðausturkjördæmi, í gær. „Ég hef hins vegar fyrst og fremst fundið fyrir gríðarlegum stuðningi meðal flokksmanna og það sem er líka afskaplega mikilvægt er, og hefur hjálpað mér mjög mikið að undanförnu, er hvað ég hefur fundið mikinn stuðning frá fólki utan flokks. Ég tel stöðu flokksins gríðarlega sterka fyrir komandi kosningar vegna þess að við erum að klára hérna vinnu sem hefur skilað meiri árangri heldur en að ég gerði ráð fyrir að nokkur hafði þorað að vona. Jafnvel ég, bjartsýnismaðurinn ég, þorði ekki að vona að þetta gengi svona vel. Þannig að við erum komin með gífurlega sterkan grunn til þess að byggja á og okkur langar að halda áfram að byggja á þeim grunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þrátt fyrir yfirburða kosningu sem Sigmundur Davíð hlaut virðast Framsóknarmenn ekki allir á eitt sáttir með velgengni formannsins í gær og sagði fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri, Jóhannes Gunnar Bjarnason, sig úr flokkum eftir að niðurstaðan varð ljós. Sömuleiðis er núverandi oddviti flokksins á Akureyri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, ekki sáttur. Fjögur Framsóknafélög á landsbyggðinni, í Austur Húnavatnssýslu, Borgarfirði og Mýrum, í Reykjanesbæ og í Árborg hafa hvatt Sigurð Inga, varaformann, til að gefa kost á sér til formanns flokksins gegn Sigmundi Davíð. „Það kom mér svo sem ekki á óvart, ekkert af þessum tilvikum sem komið hafa upp og þetta er algengt í aðdraganda flokksþinga eða landsfunda að félög fara að álykta og hvetja ákveðna menn til dáða og ekkert hægt að setja út á það en ég vona bara að menn mæti allir, Framsóknarmenn, sem flestir til flokksþings og það nýtist okkur vel til þess sem birtist svo í framhaldinu sem samheldinn öflugur hópur með frábær mál til að vinna að eftir kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista kjördæmisins vill ekki gefa upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi formennsku. „Ég styð þann formann sem að flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund í formannskjörinu? „Ég ætla bara láta það koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn. Í reglum um tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins, eins og haldið var í gær, sem birtar eru á heimasíðu flokksins, kemur fram í 30. grein að kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum þegar kosið er. Og var það áréttað við fundargesti í gær. „Þar eru kjörseðlarnir afhentir og þið þurfið að hafa persónuskilríki meðferðis, það er samkvæmt reglum og það á að tékka á því,“ sagði Eyþór Elíasson, formaður kjörstjórnar við fundarmenn á fundinum í gær. Fréttastofa veitti því þó athygli við afhendingu kjörgagna í gær að fáir sem engir þurftu að framvísa persónuskilríkjum. Hvort þetta komi til með að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna í gær skal ósagt látið. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Þórunn Egilsdóttir gefur ekki upp hvort hún styðji formanninn til áframhaldandi setu 18. september 2016 12:30 Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð Kjördæmaþing Framsóknarflokksins velur í dag fólk í fimm efstu sæti á framboðslista í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 11:45 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri sagði sig úr Framsóknarflokknum eftir að niðurstaðan um oddvita sæti flokksins í Norðausturkjördæmi varð ljós en þar hlaut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirburða kosningu. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslistanum gefur ekki upp hvort hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu á komandi flokksþingi. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið um næstu mánaðamót þar sem Sigmundur Davíð býður sig fram til áframhaldandi formennsku en hann styrkti stöðu sína í afgerandi kosningu í oddvitasætið í Norðausturkjördæmi, í gær. „Ég hef hins vegar fyrst og fremst fundið fyrir gríðarlegum stuðningi meðal flokksmanna og það sem er líka afskaplega mikilvægt er, og hefur hjálpað mér mjög mikið að undanförnu, er hvað ég hefur fundið mikinn stuðning frá fólki utan flokks. Ég tel stöðu flokksins gríðarlega sterka fyrir komandi kosningar vegna þess að við erum að klára hérna vinnu sem hefur skilað meiri árangri heldur en að ég gerði ráð fyrir að nokkur hafði þorað að vona. Jafnvel ég, bjartsýnismaðurinn ég, þorði ekki að vona að þetta gengi svona vel. Þannig að við erum komin með gífurlega sterkan grunn til þess að byggja á og okkur langar að halda áfram að byggja á þeim grunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þrátt fyrir yfirburða kosningu sem Sigmundur Davíð hlaut virðast Framsóknarmenn ekki allir á eitt sáttir með velgengni formannsins í gær og sagði fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri, Jóhannes Gunnar Bjarnason, sig úr flokkum eftir að niðurstaðan varð ljós. Sömuleiðis er núverandi oddviti flokksins á Akureyri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, ekki sáttur. Fjögur Framsóknafélög á landsbyggðinni, í Austur Húnavatnssýslu, Borgarfirði og Mýrum, í Reykjanesbæ og í Árborg hafa hvatt Sigurð Inga, varaformann, til að gefa kost á sér til formanns flokksins gegn Sigmundi Davíð. „Það kom mér svo sem ekki á óvart, ekkert af þessum tilvikum sem komið hafa upp og þetta er algengt í aðdraganda flokksþinga eða landsfunda að félög fara að álykta og hvetja ákveðna menn til dáða og ekkert hægt að setja út á það en ég vona bara að menn mæti allir, Framsóknarmenn, sem flestir til flokksþings og það nýtist okkur vel til þess sem birtist svo í framhaldinu sem samheldinn öflugur hópur með frábær mál til að vinna að eftir kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista kjördæmisins vill ekki gefa upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi formennsku. „Ég styð þann formann sem að flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund í formannskjörinu? „Ég ætla bara láta það koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn. Í reglum um tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins, eins og haldið var í gær, sem birtar eru á heimasíðu flokksins, kemur fram í 30. grein að kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum þegar kosið er. Og var það áréttað við fundargesti í gær. „Þar eru kjörseðlarnir afhentir og þið þurfið að hafa persónuskilríki meðferðis, það er samkvæmt reglum og það á að tékka á því,“ sagði Eyþór Elíasson, formaður kjörstjórnar við fundarmenn á fundinum í gær. Fréttastofa veitti því þó athygli við afhendingu kjörgagna í gær að fáir sem engir þurftu að framvísa persónuskilríkjum. Hvort þetta komi til með að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna í gær skal ósagt látið.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Þórunn Egilsdóttir gefur ekki upp hvort hún styðji formanninn til áframhaldandi setu 18. september 2016 12:30 Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð Kjördæmaþing Framsóknarflokksins velur í dag fólk í fimm efstu sæti á framboðslista í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 11:45 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Þórunn Egilsdóttir gefur ekki upp hvort hún styðji formanninn til áframhaldandi setu 18. september 2016 12:30
Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð Kjördæmaþing Framsóknarflokksins velur í dag fólk í fimm efstu sæti á framboðslista í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 11:45
Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58