Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. september 2016 19:00 Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira