Dóra Sif fram fyrir Viðreisn: „Þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta“ Atli ísleifsson skrifar 1. september 2016 10:40 Dóra Sif Tynes hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Vísir/GVA Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39
Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06