Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Sigmundur segir að erfitt sé að réttlæta sölu á landi í Skerjafirði. vísir/ernir „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
„Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30