Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:00 Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30
Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45