Innlent

Páll Rafnar Þorsteinsson fer fram fyrir Viðreisn

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Rafnar Þorsteinsson.
Páll Rafnar Þorsteinsson.
Páll Rafnar Þorsteinsson, sviðsstjóri fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Bif­röst, hefur greint frá því að hann bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Páll að stjórnmál hafi alla tíð verið sér hugleikin. Hingað til hafi hann þó ekki tekið þátt í þeim með beinum hætti.

„Nú finnst mér það tímabært. Það er komin fram stjórnmálahreyfing sem ég á samleið með, flokkur sem setur frjálslyndi og jafnrétti í öndvegi, flokkur sem horfir til framtíðar og getur leitt breytingar. Ég hlakka til að vinna með þeim frábæra hópi fólks sem Viðreisn hefur á að skipa,“ segir Páll.

Páll lauk doktors­prófi í heim­speki frá Cambridge há­skóla, hann hef­ur meist­ara­gráðu í stjórn­mála­fræði frá London School of Economics og BA-gráðu í heim­speki og grísku frá Há­skóla Íslands. Hann hefur einnig áður starfað hjá al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM í Reykja­vík.

Páll er sonur Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Þórunnar Rafnar.


Tengdar fréttir

Segir framboð Þorgerðar styrkja Viðreisn mikið

Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×