Stærsta hraðhleðslustöð í heimi opnar í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:30 Hraðhleðslustöðin í Nebbenes. Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent