Leik Breiðabliks og ÍBV í 15. umferðar Pepsi-deildar kvenna hefur verið frestað þar sem að samgöngur gengu illa frá Vestmannaeyjum.
Leikurinn átti að fara fram klukkan 17.30 í kvöld en fer fram á sama tíma á morgun.
Fjórir aðrir leikir fara fram í dag en viðureign FH og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Ákveðið hefur verið að sýna leik Breiðabliks og ÍBV á Stöð 2 Sport á morgun en vegna frestunarinnar færast Pepsimörk kvenna aftur um einn dag og verða nú á dagskrá á fimmtudagskvöldið.
Leik Breiðabliks og ÍBV frestað
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
