Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2016 22:55 Vísir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Pírata harðlega á Alþingi í dag. Þá beindi hann máli sínu sérstaklega að prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sagði Pírata ekki geta gengið svona fram og í senn lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins. „Ég verð að segja að mér er brugðið við fréttaflutningi af því gerræði og því virðingarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins sem hefur birst í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi,“ sagði Árni Páll undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði talsmann Pírata hafa komið fram í viðtali og sagt að „samkvæmt þeim tölfræðigögnum sem voru birt um kosninguna, þá kusu 18 af þessum eingöngu hann og engan annan í prófkjörinu.“ Þetta sagði Árni Páll vera hrikaleg ummæli. Annaðhvort hafi Píratar brotið gegn grundvallarreglum lýðræðisins um frjálsar kosningar og gegn skýrum ákvæðum laga um persónuvernd með því að hafa atkvæði fólks rekjanleg. Annars væri talsmaður flokksins að bera út róg um einstaka þátttakendur í lýðræðislegri kosningu. „Hvor skýringin sem er ætti að duga til að dæma þessa stjórnmálahreyfingu úr leik.“Alvarlegar ásakanir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, svaraði Árna og sagði ásakanir hans vera grafalvarlegar. Hún sagði að þegar gögnin hafi verið greind hafi verið að afpersónutengja þau og sjá til þess að ekki væri hægt að greina bak hver hefði kosið hvern. „Við í Pírötum höfum ávallt haldið því til haga að rafrænar kosningar geta aldrei eðlis síns vegna verið leynilegar. Þess vegna höfum við ítrekað talað gegn rafrænum kosningum þegar við erum með atkvæðagreiðslur, þjóðaratkvæðagreiðslur eða kosningar til Alþingis til að mynda, að þær verði aldrei hafðar rafrænar. Þetta er ein af grundvallarforsendum lýðræðisins,“ sagði Ásta. Hún sagði einnig að Píratar væru að reyna að gera hlutina öðruvísi og hluti af því væri að reyna að þróa kosningakerfi. Það hafi verið hluti af ferlinu frá upphafi. „Kjördæmisráð ákvað að það skyldi vera staðfestingarkosning á landsvísu þegar kæmi að því hvort heildin öll treysti þessum lista. Er það ekki bara öðruvísi lýðræði? Ég spyr. Þurfum við ekki öll að treysta okkar pólitísku listum, fólki sem gengur til kosninga fyrir Pírata? Megum við ekki stundum reyna að vera með aðeins aðra nálgun á það hvernig við stundum lýðræði? Minna lýðræðislegt, meira lýðræðislegt en við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að rafrænar kosningar geta aldrei verið fullkomlega leynilegar.“Tvenns konar upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók einnig til máls og sagði hann Árna Pál rugla saman tölfræðiupplýsingum annars vegar og persónugreinanlegum gögnum hins vegar. Hann vísaði ásökununum á bug en sagði mikilvægt að taka þessa umræðu þar sem hún væri mikilvæg. „Þetta er tvennt ólíkt, eins og við hljótum öll að vita. Það eru þekktir gallar við rafrænar kosningar sem enginn hefur verið jafn duglegur að tala um og píratar, þar á meðal í fjölmiðlum og kannski sérstaklega sá sem hér stendur. Þetta eru gallar sem er vel vitað að gera þær óæskilegar fyrir t.d. Alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um til að mynda ESB.“ Helgi sagði rafrænt lýðræði þess eðlis að nauðsynlegt væri að gera tilraunir. Þróuninni þurfi að halda áfram til að ná betri áföngum. Hann sagði Samfylkinguna taka þátt í þessari tilraun með Pírötum og einnig notast við rafræn prófkjör. „En það væri gleðilegt ef það væri jafn mikil opinber umræða um þau kerfi sem Samfylkingin notar og er hjá okkur. Það er vegna þess að við forðumst ekki þessa umræðu, við þvert á móti fögnum henni. Þess vegna er það mér ljúft að koma hingað og tala um þetta, því að það er mikilvægt málefni.“ Þá benti hann á að það hafi verið Píratar í Norðvesturkjördæmi sem hafi sjálfir sett sér þær reglur sem farið var eftir. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. 5. september 2016 07:00 Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Össur Skarphéðinsson sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. 4. september 2016 11:37 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Pírata harðlega á Alþingi í dag. Þá beindi hann máli sínu sérstaklega að prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sagði Pírata ekki geta gengið svona fram og í senn lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins. „Ég verð að segja að mér er brugðið við fréttaflutningi af því gerræði og því virðingarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins sem hefur birst í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi,“ sagði Árni Páll undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði talsmann Pírata hafa komið fram í viðtali og sagt að „samkvæmt þeim tölfræðigögnum sem voru birt um kosninguna, þá kusu 18 af þessum eingöngu hann og engan annan í prófkjörinu.“ Þetta sagði Árni Páll vera hrikaleg ummæli. Annaðhvort hafi Píratar brotið gegn grundvallarreglum lýðræðisins um frjálsar kosningar og gegn skýrum ákvæðum laga um persónuvernd með því að hafa atkvæði fólks rekjanleg. Annars væri talsmaður flokksins að bera út róg um einstaka þátttakendur í lýðræðislegri kosningu. „Hvor skýringin sem er ætti að duga til að dæma þessa stjórnmálahreyfingu úr leik.“Alvarlegar ásakanir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, svaraði Árna og sagði ásakanir hans vera grafalvarlegar. Hún sagði að þegar gögnin hafi verið greind hafi verið að afpersónutengja þau og sjá til þess að ekki væri hægt að greina bak hver hefði kosið hvern. „Við í Pírötum höfum ávallt haldið því til haga að rafrænar kosningar geta aldrei eðlis síns vegna verið leynilegar. Þess vegna höfum við ítrekað talað gegn rafrænum kosningum þegar við erum með atkvæðagreiðslur, þjóðaratkvæðagreiðslur eða kosningar til Alþingis til að mynda, að þær verði aldrei hafðar rafrænar. Þetta er ein af grundvallarforsendum lýðræðisins,“ sagði Ásta. Hún sagði einnig að Píratar væru að reyna að gera hlutina öðruvísi og hluti af því væri að reyna að þróa kosningakerfi. Það hafi verið hluti af ferlinu frá upphafi. „Kjördæmisráð ákvað að það skyldi vera staðfestingarkosning á landsvísu þegar kæmi að því hvort heildin öll treysti þessum lista. Er það ekki bara öðruvísi lýðræði? Ég spyr. Þurfum við ekki öll að treysta okkar pólitísku listum, fólki sem gengur til kosninga fyrir Pírata? Megum við ekki stundum reyna að vera með aðeins aðra nálgun á það hvernig við stundum lýðræði? Minna lýðræðislegt, meira lýðræðislegt en við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að rafrænar kosningar geta aldrei verið fullkomlega leynilegar.“Tvenns konar upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók einnig til máls og sagði hann Árna Pál rugla saman tölfræðiupplýsingum annars vegar og persónugreinanlegum gögnum hins vegar. Hann vísaði ásökununum á bug en sagði mikilvægt að taka þessa umræðu þar sem hún væri mikilvæg. „Þetta er tvennt ólíkt, eins og við hljótum öll að vita. Það eru þekktir gallar við rafrænar kosningar sem enginn hefur verið jafn duglegur að tala um og píratar, þar á meðal í fjölmiðlum og kannski sérstaklega sá sem hér stendur. Þetta eru gallar sem er vel vitað að gera þær óæskilegar fyrir t.d. Alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um til að mynda ESB.“ Helgi sagði rafrænt lýðræði þess eðlis að nauðsynlegt væri að gera tilraunir. Þróuninni þurfi að halda áfram til að ná betri áföngum. Hann sagði Samfylkinguna taka þátt í þessari tilraun með Pírötum og einnig notast við rafræn prófkjör. „En það væri gleðilegt ef það væri jafn mikil opinber umræða um þau kerfi sem Samfylkingin notar og er hjá okkur. Það er vegna þess að við forðumst ekki þessa umræðu, við þvert á móti fögnum henni. Þess vegna er það mér ljúft að koma hingað og tala um þetta, því að það er mikilvægt málefni.“ Þá benti hann á að það hafi verið Píratar í Norðvesturkjördæmi sem hafi sjálfir sett sér þær reglur sem farið var eftir.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. 5. september 2016 07:00 Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Össur Skarphéðinsson sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. 4. september 2016 11:37 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. 5. september 2016 07:00
Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Össur Skarphéðinsson sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. 4. september 2016 11:37
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12