Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2016 10:33 Regina ásamt sonum sínum, Daniel og Felix. Vísir/Ernir Tvær fjölskyldur bíða nú að þeim verði vísað úr landi. Annars vegar Abdelwahab Saad, kona hans Fadila Zakaria og börn þeirra, Hanif og Jónína. Hins vegar Regina Osaramaese og synir hennar Daniel og Felix, en Regina á von á sínu þriðja barni í byrju næsta árs. Báðar fjölskyldurnar hafa sótt um hæli af mannúðarástæðum, en þeim hefur nú verið tilkynnt að þeim verði vísað úrlandi. Hvorugri fjölskyldunni hefur verið gert ljóst hvenær þau skulu fara og ekkert þeirra telur sig óhult í landinu sem á að senda þau til. Morgane Priet-Mahéo stofnaði Facebook hópinn Verndum börn á Íslandi – hættum brottflutningi á fjölskyldum. Hún boðaði til samstöðufundar þann 1. september síðastliðinn fyrir utan Alþingishúsið. Þar komu Saad, Fadila og Regina ásamt börnum sínum til að biðla til yfirvalda að sýna mannúð í málum sínum. Félagsmálaráðherra hefur lagt til að íslenska ríkið taki á móti 47 sýrlenskum kvótaflóttamönnum til viðbótar við þá sem komið hafa til landsins í ár. Verði þetta raunin hefur Ísland tekið á móti 95 kvótaflóttamönnum á þessu ári, miðað við þrettán í fyrra. RÚV greindi frá þessu á föstudag. Á vef Útlendingastofnunar kemur fram að á fyrri helming þessa árs hafi 310 umsóknir um vernd borist útlendingastofnun það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 108 manns sótt um. Umsækjendum um vernd fjölgaði töluvert á seinni hluta síðasta árs. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var 103 einstaklingum vísað úr landi byggt á Dyflinarreglugerðinni og tveir einstaklingar fengu vernd af mannúðarástæðum. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru börn nú rúmur helmingur allra flóttamanna í heiminum. Samkvæmt skýrslunni, sem kom út í dag, hafa fimmtíu milljónir barna þurft að yfirgefa heimili sitt og flýja heimaland sitt eða flytja á annan stað innan heimalandsins.Fadila og Saad.Vísir/ErnirPólitískur flóttamaður börn fædd hér á landi Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. aad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014. Saad og Fadila eiga tvö börn, annars vegar tveggja ára soninn Hanif, sem á að byrja á leikskóla í október, hins vegar fimm mánaða dóttur sem heitir Jónína. Þau skýrðu dóttur sína eftir ljósmóður sem reyndist þeim vel. „Hún reyndist okkur svo vel að við spurðum hana hvort að við mættum nefna dóttur okkar eftir henni. Hún sagði að það væri ekki vandamál, svo að við gáfum Jónínu nafnið hennar svo við myndum ekki gleyma henni. Hún var svo góð við okkur,” segir Saad í samtali við Vísi.Ekki gott ástand á ÍtalíuÞeim hefur verið synjað um hæli hér á landi og stendur til að senda Saad til Ítalíu þar sem hann er með hæli og gilt dvalarleyfi. Þar geta þau sótt um sameiningu á fjölskylduforsendum. Saad segir þó í samtali við Vísi að þar sé lítið fyrir þau að hafa. „Það voru ekki góðar aðstæður á Ítalíu vegna kreppunnar. Þess vegna ákváðum við að koma hingað. Við viljum gjarnan fá að dvelja hér á Íslandi. Hér er okkar líf. Hér er friðsælt.“ „Það yrði erfitt fyrir okkur að yfirgefa landið. Við höfum búið hér í tvö ár og við erum orðin hluti af samfélaginu og okkur líður vel hér. Ítalía er ekki öruggur staður fyrir okkur til að fara til með börnin. Þar myndum við líklega enda á götunni.“ Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. „Við viljum dvelja hér og að börnin gangi í skóla hér. Við gáfum upp líf okkar til að koma hingað,“ segir Saad. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla. Þeim hefur nú verið tilkynnt að þau þurfi að yfirgefa landið, en vita ekki hvenær.Katrín Jakobsdóttir ræðir við ReginuVísir/ErnirMun líklega þurfa á fæðingarþjónustu að haldaRegina Osaramaese á tvö börn og á von á sínu þriðja í byrjun næsta árs. Bæði börnin hennar voru fædd með keisaraskurðaðgerð og eru líkur á að hún þurfi á slíkri aðgerð að halda við fæðingu þriðja barnsins. Yngri sonur hennar fæddist á Íslandi. Regina hefur verið á flótta frá 6 ára aldri. Henni hefur verið synjað um hæli hér á landi og á að senda hana aftur til heimalands síns. Þar hefur hún ekkert bakland. „Þeir vilja senda mig aftur til Nígeríu með börnin mín tvö, og auk þess er ég ólétt. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er bara að biðla til ríkisstjórnarinnar, innflytjendayfirvalda, ráðherra og allra um að koma í veg fyrir að mér sé vísað úr landi,” segir Regina í samtali við Vísi. Regina uppfyllir ekki stöðu flóttamanns að mati útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingastofnunar. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Reginu, er ekki sammála mati nefndarinnar. „Ég er ekki sammála því sem kemur fram í mati nefndarinnar að hún njóti ekki stöðu flóttamanns vegna þess að í sjálfu sér gerir hún það. Það er fyrst og fremst af mannúðarástæðum. Mannúðarsjónarmiðum sem lúta að börnunum hennar og þá henni líka. Við höfum undirgengist fullt af sáttmálum um það að við þurfum alltaf að tryggja barnsins besta öryggi. Núna eru þessi börn á Íslandi og það er augljóst að þeim er ekki greiði gerður með að vera send aftur til Nígeríu þar sem þau þekkja engan. Fyrir utan það að hún er ólétt og ef að til dæmis að eitthvað misferst í því þá er staða hennar miklu veikari í Nígeríu,” segir Gísli í samtali við Vísi.Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðarSkýtur skökku viðÞrír þingmenn gerðu sér ferð út af þingfundi á fimmtudag til að ræða við hópinn sem þar var samankominn. Vísir náði tali af tveimur þeirra, Páli Vali Björnssyni, þingmanni Bjartrar framtíðar, og Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna. Páll Valur segir það skjóta skökku við að vísa fólki úr landi á sama tíma og mannafl sé flutt inn til vinnu. „Mér finnst þetta svo ótrúlega sorglegt og ekki síst í ljósi þess að á sama tíma og við erum að vísa þessu fólki úr landi, þá erum við að flytja inn fleiri hundruð útlendinga til að vinna.” Hann segir einnig að mikilvægt sé að hengja sig ekki um of á svokallaðri Dyflinarreglugerð, sem segir að vísa megi hælisleitendum úr landi ef viðkomandi hefur stöðu flóttamanns í öðru landi. Verið er að vísa Fadilu og Saad úr landi á grunni þeirrar reglugerðar. „Þetta eru börn og okkur ber, sem aðilar að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að vernda þessi börn og veita þeim skjól. Við vitum ekki hvað verður um þau,” segir Páll Valur.Mikilvægt að horfa á hagsmuni barnaKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þurfti að bregða sér úr þingsal í miðjum umræðum um stjórnarskrá þegar hún sá hópinn samankominn fyrir utan. „Þetta auðvitað veldur manni áhyggjum, sérstaklega þegar við horfum á þetta út frá réttindum barna.” Við fengum auðvitað svoleiðis mál upp hérna í desember þegar albanskri fjölskyldu var vísað f´ra og viðtað var um sjúkdóm drengsins, og þau fengu nú ríkisborgararétt í kjölfarið,” segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við Vísi og vísar þar í mál Pepaj og Phellumb fjölskyldanna. Í báðum fjölskyldunum voru langveik börn og vakti brottvísun þeirra mikla reiði almennings. Að lokum var báðum fjölskyldunum veittur íslenskur ríkisborgararéttur. „Það hlýtur að þurfa að taka tillit til heilsu barna. Hér er verið að tala um að sé þörf á fæðingarþjónustu. Ég veit að málið er í áfrýjunarferli en það er bara svo mikilvægt að við virðum þennan rétt, ekki síst barna, þegar við erum að vinna í þessum útlendingamálum hér á Íslandi,” segir Katrín Flóttamenn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tvær fjölskyldur bíða nú að þeim verði vísað úr landi. Annars vegar Abdelwahab Saad, kona hans Fadila Zakaria og börn þeirra, Hanif og Jónína. Hins vegar Regina Osaramaese og synir hennar Daniel og Felix, en Regina á von á sínu þriðja barni í byrju næsta árs. Báðar fjölskyldurnar hafa sótt um hæli af mannúðarástæðum, en þeim hefur nú verið tilkynnt að þeim verði vísað úrlandi. Hvorugri fjölskyldunni hefur verið gert ljóst hvenær þau skulu fara og ekkert þeirra telur sig óhult í landinu sem á að senda þau til. Morgane Priet-Mahéo stofnaði Facebook hópinn Verndum börn á Íslandi – hættum brottflutningi á fjölskyldum. Hún boðaði til samstöðufundar þann 1. september síðastliðinn fyrir utan Alþingishúsið. Þar komu Saad, Fadila og Regina ásamt börnum sínum til að biðla til yfirvalda að sýna mannúð í málum sínum. Félagsmálaráðherra hefur lagt til að íslenska ríkið taki á móti 47 sýrlenskum kvótaflóttamönnum til viðbótar við þá sem komið hafa til landsins í ár. Verði þetta raunin hefur Ísland tekið á móti 95 kvótaflóttamönnum á þessu ári, miðað við þrettán í fyrra. RÚV greindi frá þessu á föstudag. Á vef Útlendingastofnunar kemur fram að á fyrri helming þessa árs hafi 310 umsóknir um vernd borist útlendingastofnun það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 108 manns sótt um. Umsækjendum um vernd fjölgaði töluvert á seinni hluta síðasta árs. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var 103 einstaklingum vísað úr landi byggt á Dyflinarreglugerðinni og tveir einstaklingar fengu vernd af mannúðarástæðum. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru börn nú rúmur helmingur allra flóttamanna í heiminum. Samkvæmt skýrslunni, sem kom út í dag, hafa fimmtíu milljónir barna þurft að yfirgefa heimili sitt og flýja heimaland sitt eða flytja á annan stað innan heimalandsins.Fadila og Saad.Vísir/ErnirPólitískur flóttamaður börn fædd hér á landi Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. aad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014. Saad og Fadila eiga tvö börn, annars vegar tveggja ára soninn Hanif, sem á að byrja á leikskóla í október, hins vegar fimm mánaða dóttur sem heitir Jónína. Þau skýrðu dóttur sína eftir ljósmóður sem reyndist þeim vel. „Hún reyndist okkur svo vel að við spurðum hana hvort að við mættum nefna dóttur okkar eftir henni. Hún sagði að það væri ekki vandamál, svo að við gáfum Jónínu nafnið hennar svo við myndum ekki gleyma henni. Hún var svo góð við okkur,” segir Saad í samtali við Vísi.Ekki gott ástand á ÍtalíuÞeim hefur verið synjað um hæli hér á landi og stendur til að senda Saad til Ítalíu þar sem hann er með hæli og gilt dvalarleyfi. Þar geta þau sótt um sameiningu á fjölskylduforsendum. Saad segir þó í samtali við Vísi að þar sé lítið fyrir þau að hafa. „Það voru ekki góðar aðstæður á Ítalíu vegna kreppunnar. Þess vegna ákváðum við að koma hingað. Við viljum gjarnan fá að dvelja hér á Íslandi. Hér er okkar líf. Hér er friðsælt.“ „Það yrði erfitt fyrir okkur að yfirgefa landið. Við höfum búið hér í tvö ár og við erum orðin hluti af samfélaginu og okkur líður vel hér. Ítalía er ekki öruggur staður fyrir okkur til að fara til með börnin. Þar myndum við líklega enda á götunni.“ Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. „Við viljum dvelja hér og að börnin gangi í skóla hér. Við gáfum upp líf okkar til að koma hingað,“ segir Saad. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla. Þeim hefur nú verið tilkynnt að þau þurfi að yfirgefa landið, en vita ekki hvenær.Katrín Jakobsdóttir ræðir við ReginuVísir/ErnirMun líklega þurfa á fæðingarþjónustu að haldaRegina Osaramaese á tvö börn og á von á sínu þriðja í byrjun næsta árs. Bæði börnin hennar voru fædd með keisaraskurðaðgerð og eru líkur á að hún þurfi á slíkri aðgerð að halda við fæðingu þriðja barnsins. Yngri sonur hennar fæddist á Íslandi. Regina hefur verið á flótta frá 6 ára aldri. Henni hefur verið synjað um hæli hér á landi og á að senda hana aftur til heimalands síns. Þar hefur hún ekkert bakland. „Þeir vilja senda mig aftur til Nígeríu með börnin mín tvö, og auk þess er ég ólétt. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er bara að biðla til ríkisstjórnarinnar, innflytjendayfirvalda, ráðherra og allra um að koma í veg fyrir að mér sé vísað úr landi,” segir Regina í samtali við Vísi. Regina uppfyllir ekki stöðu flóttamanns að mati útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingastofnunar. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Reginu, er ekki sammála mati nefndarinnar. „Ég er ekki sammála því sem kemur fram í mati nefndarinnar að hún njóti ekki stöðu flóttamanns vegna þess að í sjálfu sér gerir hún það. Það er fyrst og fremst af mannúðarástæðum. Mannúðarsjónarmiðum sem lúta að börnunum hennar og þá henni líka. Við höfum undirgengist fullt af sáttmálum um það að við þurfum alltaf að tryggja barnsins besta öryggi. Núna eru þessi börn á Íslandi og það er augljóst að þeim er ekki greiði gerður með að vera send aftur til Nígeríu þar sem þau þekkja engan. Fyrir utan það að hún er ólétt og ef að til dæmis að eitthvað misferst í því þá er staða hennar miklu veikari í Nígeríu,” segir Gísli í samtali við Vísi.Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðarSkýtur skökku viðÞrír þingmenn gerðu sér ferð út af þingfundi á fimmtudag til að ræða við hópinn sem þar var samankominn. Vísir náði tali af tveimur þeirra, Páli Vali Björnssyni, þingmanni Bjartrar framtíðar, og Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna. Páll Valur segir það skjóta skökku við að vísa fólki úr landi á sama tíma og mannafl sé flutt inn til vinnu. „Mér finnst þetta svo ótrúlega sorglegt og ekki síst í ljósi þess að á sama tíma og við erum að vísa þessu fólki úr landi, þá erum við að flytja inn fleiri hundruð útlendinga til að vinna.” Hann segir einnig að mikilvægt sé að hengja sig ekki um of á svokallaðri Dyflinarreglugerð, sem segir að vísa megi hælisleitendum úr landi ef viðkomandi hefur stöðu flóttamanns í öðru landi. Verið er að vísa Fadilu og Saad úr landi á grunni þeirrar reglugerðar. „Þetta eru börn og okkur ber, sem aðilar að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að vernda þessi börn og veita þeim skjól. Við vitum ekki hvað verður um þau,” segir Páll Valur.Mikilvægt að horfa á hagsmuni barnaKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þurfti að bregða sér úr þingsal í miðjum umræðum um stjórnarskrá þegar hún sá hópinn samankominn fyrir utan. „Þetta auðvitað veldur manni áhyggjum, sérstaklega þegar við horfum á þetta út frá réttindum barna.” Við fengum auðvitað svoleiðis mál upp hérna í desember þegar albanskri fjölskyldu var vísað f´ra og viðtað var um sjúkdóm drengsins, og þau fengu nú ríkisborgararétt í kjölfarið,” segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við Vísi og vísar þar í mál Pepaj og Phellumb fjölskyldanna. Í báðum fjölskyldunum voru langveik börn og vakti brottvísun þeirra mikla reiði almennings. Að lokum var báðum fjölskyldunum veittur íslenskur ríkisborgararéttur. „Það hlýtur að þurfa að taka tillit til heilsu barna. Hér er verið að tala um að sé þörf á fæðingarþjónustu. Ég veit að málið er í áfrýjunarferli en það er bara svo mikilvægt að við virðum þennan rétt, ekki síst barna, þegar við erum að vinna í þessum útlendingamálum hér á Íslandi,” segir Katrín
Flóttamenn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent