Nýkjörinn oddviti Pírata í NV á leið upp á fæðingardeild sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 13:20 Eva Pandora Baldursdóttir. „Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
„Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02