Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 15:45 Skærasta stjarna heims stígur á svið í Kórnum í Kópavogi annað kvöld. vísir/getty Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52
Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38
Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00