Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 15:45 Skærasta stjarna heims stígur á svið í Kórnum í Kópavogi annað kvöld. vísir/getty Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52
Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38
Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00