"Ekki horfa!“ Ritstjórn skrifar 9. september 2016 09:00 Myndir/NATHANIEL GOLDBERG Bella Hadid hlær – nokkuð sem fyrirsætan, sem oftast er mjög alvarleg á að líta á myndum, gerir mikið af. „EKKI HORFA!“ hrópar hún upp yfir sig og alla sem stóðu að nýafstaðinni forsíðumyndatöku Glamour. „Það er best fyrir alla.“ Stray Cat Strut, uppáhaldslag hinnar 19 ára gömlu Bellu, ómar um herbergið og HÚN SLEPPIR SÉR ALVEG – hreyfir varirnar með hverju orði: „Wild stray cat, you’re a real gone guy.“ Á þessu augnabliki er BELLA HADID ekki hluti af Balmain-hernum eða Givenchy- genginu. Hún er PÖNKARI AF GUÐS NÁÐ – að þykjast syngja rokklag frá níunda áratugnum. Hún er hún sjálf. Bella Hadid prýðir forsíðu septemberblaðs Glamour - og það er vel við hæfi að ein heitasta fyrirsæta þessa árs fái þann heiður. Bella er gott dæmi um þá byltingu sem á sér stað í tískuheiminum um þessar mundir: Fyrirsætur, sem eitt sinn voru sætar stelpur sem gengu hljóðlega eftir tískupöllum, eru núna þekktar persónur sem setja mark sitt á tíðarandann. Í krafti samfélagsmiðla. Hadid, sem er gott dæmi um nákvæmlega þetta, er að hasla sér völl innan sem utan tísku- heimsins. Hún gengur tískupalla (Chanel, Fendi), hún tekur að sér heilu herferðirnar (Calvin Klein, Marc Jacobs) og er andlit þekktra vörumerkja (Dior Beauty). Um leið ratar hún á forsíður blaðanna fyrir sitthvað annað. Til að mynda fyrir persónulegan stíl sinn, hún kom fyrir í Keeping up with the Kardashians, lék í tónlistarmyndbandi með kærastanum sínum The Weeknd og hefur sankað að sér 5,3 milljónum fylgjenda á Instagram sem virðast hrifnastir af #TBT myndum af Hadid með systur sinni, sem einnig er fyrirsæta, Gigi. Þetta hefur hún allt gert, samhliða því að berjast við krónískan sjúkdóm. Lyme- sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á líf hennar – en auk hennar glíma bróðir hennar Anwar og móðir hennar Yolanda Foster við sama sjúkdóm. Hadid vill skilgreina sig út frá ferlinum, því sem hún hefur gert og því sem hún getur stjórnað – ekki út frá sjúkdómi sem hún ræður ekki við. Áhugavert viðtal við Bellu og skemmtilegan myndaþátt eftir Nathaniel Goldberg má finna í septemberblaði Glamour þar sem einnig er 50 blaðsíðna trendbiblía þar sem straumar og stefnur vetrarins eru kortlagðar, umfjöllun um túr sem á ekki að vera neitt tabú að okkar mati og svo niðurstöður úr könnun Glamour um hverjar eru eiginlega vinsælustu snyrtivörurnar í snyrtibuddum ykkar?Þetta og margt margt fleira í nýjasta tölublaði Glamour sem er að leiðinni til áskrifenda í dag og í búðir um helgina. Tryggðu þér áskrift hér, í síma 5215550 eða sendu okkur póst á glamour@glamour.is ! Glamour Tíska Tengdar fréttir Gigi Hadid fetar í fótspor systur sinnar Leikur í nýjasta myndbandi kærasta síns, Zayn Malik 29. janúar 2016 16:45 Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Verðlaunaafhendingin fór fram í gærkvöldi en Bella klæddist glæsilegum kjól frá Hugo Boss. 7. september 2016 09:45 Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Fyrirsætan sýnir lesendum Vogue hvernig það tekur hana aðeins nokkrar mínútur að gera sig til á morgnanna. 23. ágúst 2016 10:15 Bella Hadid er nýtt andlit Dior Fyrirsætan vinsæla mun sjá um að auglýsa förðunarlínu tískuhússins. 1. júní 2016 11:00 Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Vetrarúlpan í ár? Glamour
Bella Hadid hlær – nokkuð sem fyrirsætan, sem oftast er mjög alvarleg á að líta á myndum, gerir mikið af. „EKKI HORFA!“ hrópar hún upp yfir sig og alla sem stóðu að nýafstaðinni forsíðumyndatöku Glamour. „Það er best fyrir alla.“ Stray Cat Strut, uppáhaldslag hinnar 19 ára gömlu Bellu, ómar um herbergið og HÚN SLEPPIR SÉR ALVEG – hreyfir varirnar með hverju orði: „Wild stray cat, you’re a real gone guy.“ Á þessu augnabliki er BELLA HADID ekki hluti af Balmain-hernum eða Givenchy- genginu. Hún er PÖNKARI AF GUÐS NÁÐ – að þykjast syngja rokklag frá níunda áratugnum. Hún er hún sjálf. Bella Hadid prýðir forsíðu septemberblaðs Glamour - og það er vel við hæfi að ein heitasta fyrirsæta þessa árs fái þann heiður. Bella er gott dæmi um þá byltingu sem á sér stað í tískuheiminum um þessar mundir: Fyrirsætur, sem eitt sinn voru sætar stelpur sem gengu hljóðlega eftir tískupöllum, eru núna þekktar persónur sem setja mark sitt á tíðarandann. Í krafti samfélagsmiðla. Hadid, sem er gott dæmi um nákvæmlega þetta, er að hasla sér völl innan sem utan tísku- heimsins. Hún gengur tískupalla (Chanel, Fendi), hún tekur að sér heilu herferðirnar (Calvin Klein, Marc Jacobs) og er andlit þekktra vörumerkja (Dior Beauty). Um leið ratar hún á forsíður blaðanna fyrir sitthvað annað. Til að mynda fyrir persónulegan stíl sinn, hún kom fyrir í Keeping up with the Kardashians, lék í tónlistarmyndbandi með kærastanum sínum The Weeknd og hefur sankað að sér 5,3 milljónum fylgjenda á Instagram sem virðast hrifnastir af #TBT myndum af Hadid með systur sinni, sem einnig er fyrirsæta, Gigi. Þetta hefur hún allt gert, samhliða því að berjast við krónískan sjúkdóm. Lyme- sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á líf hennar – en auk hennar glíma bróðir hennar Anwar og móðir hennar Yolanda Foster við sama sjúkdóm. Hadid vill skilgreina sig út frá ferlinum, því sem hún hefur gert og því sem hún getur stjórnað – ekki út frá sjúkdómi sem hún ræður ekki við. Áhugavert viðtal við Bellu og skemmtilegan myndaþátt eftir Nathaniel Goldberg má finna í septemberblaði Glamour þar sem einnig er 50 blaðsíðna trendbiblía þar sem straumar og stefnur vetrarins eru kortlagðar, umfjöllun um túr sem á ekki að vera neitt tabú að okkar mati og svo niðurstöður úr könnun Glamour um hverjar eru eiginlega vinsælustu snyrtivörurnar í snyrtibuddum ykkar?Þetta og margt margt fleira í nýjasta tölublaði Glamour sem er að leiðinni til áskrifenda í dag og í búðir um helgina. Tryggðu þér áskrift hér, í síma 5215550 eða sendu okkur póst á glamour@glamour.is !
Glamour Tíska Tengdar fréttir Gigi Hadid fetar í fótspor systur sinnar Leikur í nýjasta myndbandi kærasta síns, Zayn Malik 29. janúar 2016 16:45 Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Verðlaunaafhendingin fór fram í gærkvöldi en Bella klæddist glæsilegum kjól frá Hugo Boss. 7. september 2016 09:45 Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Fyrirsætan sýnir lesendum Vogue hvernig það tekur hana aðeins nokkrar mínútur að gera sig til á morgnanna. 23. ágúst 2016 10:15 Bella Hadid er nýtt andlit Dior Fyrirsætan vinsæla mun sjá um að auglýsa förðunarlínu tískuhússins. 1. júní 2016 11:00 Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Vetrarúlpan í ár? Glamour
Gigi Hadid fetar í fótspor systur sinnar Leikur í nýjasta myndbandi kærasta síns, Zayn Malik 29. janúar 2016 16:45
Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Verðlaunaafhendingin fór fram í gærkvöldi en Bella klæddist glæsilegum kjól frá Hugo Boss. 7. september 2016 09:45
Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Fyrirsætan sýnir lesendum Vogue hvernig það tekur hana aðeins nokkrar mínútur að gera sig til á morgnanna. 23. ágúst 2016 10:15
Bella Hadid er nýtt andlit Dior Fyrirsætan vinsæla mun sjá um að auglýsa förðunarlínu tískuhússins. 1. júní 2016 11:00