Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2016 18:44 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira