Stjörnustúlkur eru sem fyrr á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-1 sigur á ÍBV en það fóru fram þrír aðrir leikir í deildinni í kvöld.
Fylkir vann afar mikilvægan sigur á ÍA í botnbaráttuslag en ÍA hefði getað komist upp úr fallsæti með sigri.
KR er sem fyrr á botninum eftir tap á heimavelli gegn Þór/KA.
Valsstúlkur eru svo öruggar í þriðja sætinu eftir stórsigur á FH.
Úrslit:
ÍA-Fylkir 0-1
- Eva Núra Abrahamsdóttir.
FH-Valur 0-4
- Dóra María Lárusdóttir 2, Margrét Lára Viðarsdóttir, Málfríður Anna Eiríksdóttir.
KR-Þór/KA 0-1
- Sandra María Jessen.
Úrslit fengin frá urslit.net og fótbolti.net.
Staðan í deildinni.
Valur vann en staða KR og ÍA slæm
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
