Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin og þá fer fram málefnavinna fyrir stefnu flokksins.
Kjördæmisþing var haldið í Suðvesturkjördæmi í kvöld og var tillaga um flokksþing samþykkt þar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þar með hafa þrjú kjördæmisþing samþykkt slíka tillögu en um liðna helga samþykktu kjördæmisþing í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi tillögu um að flýta flokksþingi.
„Já, það var samþykkt að flýta flokksþingi og þá var ákveðið á þessum fundi að viðhafa uppstillingu á lista í kjördæminu fyrir kosningar,“ segir Hildur Helga Gunnarsdóttir formaður kjördæmissambands Suðvesturkjördæmis.
Á fundinum kom jafnframt fram að þau Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson þingmaður gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar

Tengdar fréttir

Flokksþing veltur á Kragamönnum
Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré

Höskuldur segir ótækt að boða ekki til flokksþings fyrir kosningar
Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag.

Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi felldi tillögu um flokksþing
Tillaga um flokksþing var hins vegar samþykkt með miklum yfirburðum á Kjördæmisþingi Framsóknar á Suðurlandi og í Norðvesturkjördæmi.