„Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 13:45 Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. Vísir/Auðunn „Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan. Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan.
Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21
Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30