Óalgengt er að flokksbundnir einstaklingar taki það að sér að gerast kosningastjórar fyrir frambjóðendur úr öðrum flokkum. Því þótti Aðalheiði bón Sigríðar vera nokkuð undarleg í upphafi.
„[A]f því að ég hef alltaf verið mjög svag fyrir persónukjöri og hefur alltaf þótt vænna um hugsjónir en flokka, þá fattaði ég þetta. Já auðvitað: Þetta hefur ekkert með minn Píratisma að gera! Sigga er frábær og yrði besti velferðarráðherra í heimi. Það er sannfæring mín, og þótt ég vilji ríkisstjórn um Píratamál, af hverju ætti það þá að hindra að ég berðist fyrir Siggu í velferðarráðuneytið? Væri pólitík ekki best ef við hugsuðum meira þannig?“ ritar Aðalheiður.
Sigríður Ingibjörg stefnir á að leiða lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu en hún hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 2009.
Færslu Aðalheiðar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.