Gústaf Níelsson: Innflytjendastefna Skandinavíu bálköstur borgarastyrjaldar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 14:03 „Það þarf ekki annað en að „gúggla“ [Gústaf Níelsson] og þá sér maður, mörg ár aftur í tímann, ljótar fyrirsagnir. Ekki aðeins í garð útlendinga eða múslima heldur einnig í garð samkynhneigðra, feminista og kvenna,“ sagði Gunnar Wagee, ritstjóri Sandkassans, á Sprengisandi í morgun. Gunnar var gestur þáttarins ásamt Gústafi Níelssyni, sagnfræðingi, en til umræðu var meðal annars listi Gunnars yfir íslenska nýrasista. „Þetta er listi sem ég skóp og ákvað hverjir fara inn á hann. Fólk er ekki á listanum því mér líkar illa við það heldur máta ég það við skilgreininguna á nýrasisma.“ „Þetta er auðvitað mas út í bláinn,“ sagði Gústaf þegar hann tók til máls. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefum árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðunni hvað varðar íslamvæðingu Evrópu.“ Máli sínu til stuðnings benti Gústaf meðal til Skandinavíu og sagði að Íslendingar ættu að forðast það að lenda í sama pytti og ríkin þar. Að hans mati hafa stjórnvöld þar boðið upp á stefnu sem mun leiða „óhjákvæmilega hefur leitt til þess að hlaðið er í bálköst borgarastyrjaldar“. Hann hafi tekið þátt í þessari umræðu til að forða Íslandi frá því að fara sömu leið. „Gunnar kallar þá sem taka þátt í þessari umræðu nýrastista. Þetta hugtak er ekkert annað en merkingarlaus orðaleppur og í raun skammaryrði sem reynt er að skreyta með fræðilegum ljóma,“ segir Gústaf. Hann segir að Gunnar noti það aðeins um fólk sem honum mislíkar en máli sínu til stuðnings benti hann á að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, eru ekki á listanum þó þeir hafi harðlega gagnrýnt umrædda þróun.„Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð“ „Ég tel að Gústaf ætti að horfast í augu við það að ummæli á borð við þau sem hann viðhefur geta valdið beinum skaða,“ sagði Gunnar. „Þau skaða börn múslima hvern einasta dag. Þessi hatursfulli málflutningur er uppfullur af staðreyndavillum og á meira skilt við predikun en nokkuð annað.“ Gunnar benti á að hingað til hefði umræða hér í landi tekið mið af staðreyndum en ekki einhverjum trúarviðmiðum. Sakaði hann Gústaf um að bera á torg hluti sem væru ekki studdir neinum athugunum eða rannsóknum. „Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð,“ sagði Gústaf. Hann sagði að fjölmargir útlendingar hefðu komið hingað til lands og aðlagast vel. Hann væri hins vegar andvígur því að hleypa hverjum sem er, afnámi landamæraeftirlits og því að Dyflinarreglugerðinni verði lagt. „Múslimar sem hingað koma verða að átta sig á því að hérna gilda íslensk lög. Þeir eru ekki mjög margir hér á landi sem stendur en þeir hafa alltaf verið hljóðlátir þar til þeir verða nógu margir,“ sagði Gústaf undir nokkrum framíköllum Gunnars en hann fór fram á það að Gústaf myndi benda á einhver mál þar sem múslimar vildu ekki fylgja íslenskum lögum. „Það hefur verið endalaus krafa í öðrum löndum að múslimar fái sérstök lög. Hér á landi sagði fyrrum forstöðumaður múslima, Sverriar Agnarsson, að hann gæti vel hugsað sér að sjaríalög giltu um íslenska múslima í erfða- og hjúskaparmálum,“ sagði Gústaf. Hann bætti því síðar við að þessi mál væru ekki hitamál í hans huga, hann væri að reyna að ræða þau yfirvegað og öfgalaust. Umræðurnar má heyra í spilurunum hér fyrir ofan og neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37 Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Sjá meira
„Það þarf ekki annað en að „gúggla“ [Gústaf Níelsson] og þá sér maður, mörg ár aftur í tímann, ljótar fyrirsagnir. Ekki aðeins í garð útlendinga eða múslima heldur einnig í garð samkynhneigðra, feminista og kvenna,“ sagði Gunnar Wagee, ritstjóri Sandkassans, á Sprengisandi í morgun. Gunnar var gestur þáttarins ásamt Gústafi Níelssyni, sagnfræðingi, en til umræðu var meðal annars listi Gunnars yfir íslenska nýrasista. „Þetta er listi sem ég skóp og ákvað hverjir fara inn á hann. Fólk er ekki á listanum því mér líkar illa við það heldur máta ég það við skilgreininguna á nýrasisma.“ „Þetta er auðvitað mas út í bláinn,“ sagði Gústaf þegar hann tók til máls. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefum árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðunni hvað varðar íslamvæðingu Evrópu.“ Máli sínu til stuðnings benti Gústaf meðal til Skandinavíu og sagði að Íslendingar ættu að forðast það að lenda í sama pytti og ríkin þar. Að hans mati hafa stjórnvöld þar boðið upp á stefnu sem mun leiða „óhjákvæmilega hefur leitt til þess að hlaðið er í bálköst borgarastyrjaldar“. Hann hafi tekið þátt í þessari umræðu til að forða Íslandi frá því að fara sömu leið. „Gunnar kallar þá sem taka þátt í þessari umræðu nýrastista. Þetta hugtak er ekkert annað en merkingarlaus orðaleppur og í raun skammaryrði sem reynt er að skreyta með fræðilegum ljóma,“ segir Gústaf. Hann segir að Gunnar noti það aðeins um fólk sem honum mislíkar en máli sínu til stuðnings benti hann á að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, eru ekki á listanum þó þeir hafi harðlega gagnrýnt umrædda þróun.„Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð“ „Ég tel að Gústaf ætti að horfast í augu við það að ummæli á borð við þau sem hann viðhefur geta valdið beinum skaða,“ sagði Gunnar. „Þau skaða börn múslima hvern einasta dag. Þessi hatursfulli málflutningur er uppfullur af staðreyndavillum og á meira skilt við predikun en nokkuð annað.“ Gunnar benti á að hingað til hefði umræða hér í landi tekið mið af staðreyndum en ekki einhverjum trúarviðmiðum. Sakaði hann Gústaf um að bera á torg hluti sem væru ekki studdir neinum athugunum eða rannsóknum. „Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð,“ sagði Gústaf. Hann sagði að fjölmargir útlendingar hefðu komið hingað til lands og aðlagast vel. Hann væri hins vegar andvígur því að hleypa hverjum sem er, afnámi landamæraeftirlits og því að Dyflinarreglugerðinni verði lagt. „Múslimar sem hingað koma verða að átta sig á því að hérna gilda íslensk lög. Þeir eru ekki mjög margir hér á landi sem stendur en þeir hafa alltaf verið hljóðlátir þar til þeir verða nógu margir,“ sagði Gústaf undir nokkrum framíköllum Gunnars en hann fór fram á það að Gústaf myndi benda á einhver mál þar sem múslimar vildu ekki fylgja íslenskum lögum. „Það hefur verið endalaus krafa í öðrum löndum að múslimar fái sérstök lög. Hér á landi sagði fyrrum forstöðumaður múslima, Sverriar Agnarsson, að hann gæti vel hugsað sér að sjaríalög giltu um íslenska múslima í erfða- og hjúskaparmálum,“ sagði Gústaf. Hann bætti því síðar við að þessi mál væru ekki hitamál í hans huga, hann væri að reyna að ræða þau yfirvegað og öfgalaust. Umræðurnar má heyra í spilurunum hér fyrir ofan og neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37 Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Sjá meira
Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37
Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21