Kári Stefánsson: Erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 17:34 Kári gefur lítið fyrir gagnrýni frá stuðningsmönnum fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46
Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11