Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 14:12 Sævar Ciesielski hlaut þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu og sat inni í níu ár. Vísir/Samsett Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira