Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 15:14 Ragnheiður Elín Árnadóttir. visir/anton Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi. Ragnheiður greinir frá framboðinu á sérstakri Facebook-síðu þess þar sem segir meðal annars: „Ég hef verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. Á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Það hafa verið sannkölluð forréttindi að vinna með öllu því kröftuga og öfluga fólki sem í kjördæminu býr að fjölmörgum viðfangsefnum, stórum og smáum. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 10. september.“ Þá rekur Ragnheiður árangur sinn á kjörtímabilinu sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Segist hún hafa lagt áherslu á að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu með því að bæta umgjörð atvinnulífsins, til að mynda með því að einfalda regluverk og efla nýsköpun. Ferðaþjónustan og síaukinn ferðamannastraumur hafa mjög verið í brennidepli í ráðherratíð Ragnheiðar. Hún lagði fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi 2015 en það mætti mikilli andstöðu, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni. Það varð því ekkert úr því að frumvarpið yrði að lögum en framboðssíðunni segir Ragnheiður þetta um málefni ferðaþjónustunnar: „Málefni ferðaþjónustunnar eru komin í skýran farveg með stefnu til framtíðar - Vegvísi í ferðaþjónustu - og Stjórnstöð ferðamála og aldrei hefur meiri fjármunum verið veitt til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum eins og á þessu kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum króna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi. Ragnheiður greinir frá framboðinu á sérstakri Facebook-síðu þess þar sem segir meðal annars: „Ég hef verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. Á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Það hafa verið sannkölluð forréttindi að vinna með öllu því kröftuga og öfluga fólki sem í kjördæminu býr að fjölmörgum viðfangsefnum, stórum og smáum. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 10. september.“ Þá rekur Ragnheiður árangur sinn á kjörtímabilinu sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Segist hún hafa lagt áherslu á að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu með því að bæta umgjörð atvinnulífsins, til að mynda með því að einfalda regluverk og efla nýsköpun. Ferðaþjónustan og síaukinn ferðamannastraumur hafa mjög verið í brennidepli í ráðherratíð Ragnheiðar. Hún lagði fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi 2015 en það mætti mikilli andstöðu, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni. Það varð því ekkert úr því að frumvarpið yrði að lögum en framboðssíðunni segir Ragnheiður þetta um málefni ferðaþjónustunnar: „Málefni ferðaþjónustunnar eru komin í skýran farveg með stefnu til framtíðar - Vegvísi í ferðaþjónustu - og Stjórnstöð ferðamála og aldrei hefur meiri fjármunum verið veitt til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum eins og á þessu kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum króna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23
Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12