Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö mörk í 3-1 sigri AC Horsens á Tarm IF í fyrstu umferð bikarkeppninnar í Danmörku.
Kjartan kom Horsens yfir á fimmtu mínútu með skalla eftir sendingu frá Nielsen og hann var svo aftur á ferðinni á 24. mínútu eftir sendingu frá Aabech.
Staðan var 2-0 í hálfleik, en Jonas Gemmer skoraði þriðja mark Horsens á 56. mínútu. Skömmu síðar kom Kjartan boltanum í markið, en var dæmdur rangstæður.
Lasse Kristensen minnkaði muninn fyrir Tarm á 79. mínútu, en nær komust heimamenn í Tarm ekki. Kjartan gerði sig líklegan til að skora einu sinni í viðbót, en varið var frá honum. Lokatölur 3-1.
Þetta var fyrsta umferðin í dansa bikarnum og eru því nýliðarnir í dönsku úrvalsdeildinni komnir áfram í næstu umferð.
Kjartan Henry skoraði tvö í bikarsigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



