Ingibjörg segir Ólaf saklausan og hafa verið dæmdan af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2016 19:08 Ingibjörg Kristjánsdóttir. Vísir/Pjetur Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér. Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér.
Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira