Kjörnefnd í Norðvesturkjördæmi hefur staðfest að tíu framboð hafi borist í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga.
Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Haraldur Benediktsson sitja nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eru þingmenn kjördæmisins. Einar hafði áður greint frá því að hann hugðist ekki bjóða sig fram.
Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins kemur fram að frambjóðendurnir í Norðvesturkjördæmi séu í stafrófsröð:
Aðalsteinn Arason
Gísli Elís Úlfarsson
Guðmundur Júlíusson
Hafdís Gunnarsdóttir
Haraldur Benediktsson
Jónas Þór Birgisson
Jónína Erna Arnardóttir
Steinþór Bragason
Teitur Björn Einarsson
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Tíu í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi
Atli Ísleifsson skrifar
